Borgarstjórn

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Borgarstjórn

Kaupa Í körfu

KONUR gegna formennsku í tveimur af þeim sjö fagráðum borgarinnar, sem kosið var í á fundi borgarstjórnar á miðvikudag. Sjö fulltrúar eru í hverju ráði og því eru þeir samtals 49. Þar af eru 20 konur. Hlutur kvenna er því tæplega 41%. Meirihlutinn er með 28 fulltrúa í þessum nefndum. Þar af eru níu konur og hlutur kvenna meirihlutans er því rétt yfir 32%. Minnihlutinn er með 21 fulltrúa í þessum nefndum. Þar af eru ellefu konur og hlutur kvenna meðal fulltrúa minnihlutans því rúmlega 52%. MYNDATEXTI Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var haldinn í gær Frá vinstri: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi, Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi og Ólafur Kr. Hjörleifsson og Gunnar Eydal sem rituðu fundargerð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar