Tiltekt

Alfons Finnsson

Tiltekt

Kaupa Í körfu

Ólafsvík | Þegar sólin loksins skín þyrpast menn út í garða til að fjarlægja illgresi og taka til. Þótt Jón Steinn Halldórsson í Ólafsvík sé kominn hátt á áttræðisaldurinn lætur hann ekki sitt eftir liggja og tekur til hendinni í garði sínum. Jón Steinn er gamall skipstjóri og útgerðarmaður en er sestur í helgan stein fyrir nokkrum árum. Hann var þó á skaki í fyrrasumar með vini sínum. Hann hefur því betri tíma til að sinna garðinum en áður. Jón Steinn hefur alltaf verið annálað snyrtimenni og ber garður hans þess merki. Jón Steinn var að tína rusl og trjágreinar í poka og hafði jafnframt til taks dagblað til að slá í burtu flugurnar sem sóttu að honum í blíðunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar