Hótel Borg

Hótel Borg

Kaupa Í körfu

"VIÐ ákváðum að taka smááhættu og poppa staðinn vel upp og við erum sannfærðir um að hann muni verða aðalstaðurinn í dag, bæði með tilliti til matargerðar og útlits," segir Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt, sem fékk það vandasama hlutverk að endurhanna Pálmasalinn og Jóhannesarstofu á Hótel Borg og færa til nútímahorfs. Nú í vikunni var í gamla Pálmasalnum opnaður nýr veitingastaður sem nefnist Silfur og er rekinn af fyrirtækinu 101 Heild. Þar sem Hótel Borg er friðað hús þurfti Andrés að taka mið af því í hönnuninni. T.d. mátti ekki fjarlægja gylltu loft- og hurðalistana, en þeir hafa fengið silfurlitinn sem staðurinn er kenndur við. Þá mátti ekki heldur fjarlægja speglaveggi og voru þeir faldir á bak við falskan gifsvegg sem bólstraður er með hvítu leðri og silfurhnöppum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar