Bleiki steinninn

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bleiki steinninn

Kaupa Í körfu

FEMÍNISTAFÉLAG Íslands afhenti í gær hvatningarverðlaunin Bleiku steinana helstu fréttafjölmiðlum landsins, þ.e. Morgunblaðinu, Blaðinu, Fréttablaðinu, NFS, RÚV og Viðskiptablaðinu. Bleiku steinarnir voru fyrst veittir 19. júní árið 2003 og eiga, að sögn Katrínar Önnu Guðmundsdóttur, talskonu Femínistafélags Íslands, að vera hvatning til þeirra sem þá hljóta um að beita sér á sviði jafnréttismála og þoka málum fram á við. Í þeim felst hins vegar ekki mat á frammistöðu. MYNDATEXTI Marín Þórsdóttir, Sif Traustadóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir og Ásta Lilja Steinsdóttir afhentu Birni Vigni Sigurpálssyni, fréttaritstjóra Morgunblaðsins, hvatningarverðlaunin Bleiku steinana í tilefni dagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar