Samkomulagi náð um kjarasamninga, skrifað undir í ASÍ

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Samkomulagi náð um kjarasamninga, skrifað undir í ASÍ

Kaupa Í körfu

SAMKOMULAG hefur náðst milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og landssambanda þess um breytingar og áframhaldandi gildi kjarasamninga. Fyrir vikið verða kjarasamningar í gildi a.m.k. til loka ársins 2007 og uppsögn þeirra því ekki heimil í desember 2006. Meginmarkmið samkomulags aðila vinnumarkaðarins er að breyta væntingum verðbólgu á árinu 2007 þannig að á síðari hluta ársins verði verðbólga komin í takt við 2,5% verðbólgumarkmið kjarasamninga og verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. MYNDATEXTI Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ stjórnaði sínum mönnum þegar kom að því að undirrita samkomulagið við Samtök atvinnulífsins. með honum á myndinni eru Ingimundur igurpálsson fm og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA. talsverðan tímatók að undirrita samkomulagið því að margir koma að gerð þess. Samkomulagið tryggir að kjarasamningar taka gildi amk út árið 2007

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar