Skákmyndaverðlaun

Skákmyndaverðlaun

Kaupa Í körfu

Krakkarnir, sem voru saman komnir á Bessastöðum hinn 18. júní, biðu spenntir og þöglir ásamt foreldum sínum og systkinum til að taka á móti verðlaunum í Skákmyndasamkeppni Hróksins sem unnin var í samvinnu við Pennann sem gaf verðlaun og Morgunblaðið. MYNDATEXTI Darri Snær Nökkvason fékk verðlaun fyrir krúttlegustu myndina. Darri: "Ég veit ekki hvernig mér datt það í hug, það kom bara allt í einu í kollinn á mér að teikna svona mynd. Þetta átti eiginlega að vera eftirlíking af King Kong. Ég var nýbúinn að sjá myndina. King Kong var að klifra upp á Empire State-bygginguna. Drottning var eins og King Kong og grípur í staur til að detta ekki niður. Ég tefli dálítið, aðallega við pabba þegar hann hefur tíma. Ég teiknaði myndina heima en við fengum miða með keppninni heim úr skólanum. Ég teikna oftast skrýtna karla."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar