Þrír brunar í Hampiðjuhúsinu á skömmum tíma

Jim Smart

Þrír brunar í Hampiðjuhúsinu á skömmum tíma

Kaupa Í körfu

ELDUR kom upp í gamla Hampiðjuhúsinu í Brautarholti um áttaleytið í gærkvöldi og fór allt tiltækt slökkvilið á vettvang. Eldurinn virtist í minna lagi og tók innan við klukkustund að slökkva hann. Húsið var að því búnu reykræst en mikill reykur hafði myndast í því. Þetta er þriðji bruninn í Hampiðjuhúsinu með stuttu millibili í ár en hústökufólk hefur dvalið þar um nokkurn tíma. Ekki var ljóst hvað olli upptökum eldsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar