Sverrir Andrésson
Kaupa Í körfu
Selfoss | Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands var sett sett af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra í gær á Selfossi. Landsmótið er haldið í samvinnu við "Sumar á Selfossi" sem verður með ýmiss konar dagskrá um helgina. Mótið sjálft og sýning bíla verður á tjaldsvæðinu við Engjaveg hjá Gesthúsum. Á heimasíðu Fornbílaklúbbsins kemur fram að mikill áhugi hefur verið fyrir mótinu. Fyrir utan bílasýningu verður farið í akstur um Selfoss, bílaþrautir framkvæmdar og fleira gert sér til gamans. Sameiginlegt grill verður á laugardagskvöldið og félagar skemmta sér saman. Mikil dagskrá er síðan hjá Sumar á Selfossi og ætti öll fjölskyldan að finna eitthvað við sitt hæfi bæði á mótinu og eins dagskrá Sumars á Selfossi. Mótið endar síðan seinnipart sunnudagsins 25. júní með akstri um Selfoss og er síðan móti slitið. Sverrir Andrésson er einn fjölmargra fornbílaáhugamanna á Selfossi sem hlakka til mótsins. "Það er von á mörgum bílum hingað og þetta dregur að fjölda fólks. Það eru alltaf að koma fram fleiri og fleiri gamlir bílar," sagði Sverrir, sem ekki hefur tölu á þeim Selfyssingum sem áhuga hafa á gömlum bílum. MYNDATEXTI Sverrir Andrésson með Willys '48, nýendurgerðan.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir