Landsmót hestamanna 2006

Eyþór Árnason

Landsmót hestamanna 2006

Kaupa Í körfu

LANDSMÓT hestamanna á Vindheimamelum hófst í gærmorgun, en reiknað er með að alls muni um 12 þúsund manns leggja leið sína á mótið í ár. Veðrið lék við mótsgesti mestanpart dags. Á mótinu í gær voru hryssur, sjö vetra og eldri, dæmdar og þá fór fram forkeppni unglinga í gæðingakeppni. Ekki var amalegt að fylgjast með keppni þessara færu ungmenna. Í ungmennaflokki var gríðarlega spennandi keppni og eru efstu hestar mjög jafnir. Efstur er Krummi frá Geldingalæk með 8,59, knapi er Freyja Amble Gísladóttir. Í unglingaflokki var keppnin ekki síður spennandi en þar er efstur Kári frá Búlandi með 8,65. Knapi Kára er Sara Sigurbjarnardóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar