Árni Vilhjálmsson

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Árni Vilhjálmsson

Kaupa Í körfu

Það er ekki langt síðan flest innkaup Íslendinga áttu sér stað í nærliggjandi kaupfélagi. Nú er úrval verslana fjölbreytt en þrátt fyrir það kaupa margir hitt og þetta í útlöndum og án þess að yfirgefa heimilið. Vefverslanir njóta sívaxandi vinsælda og fólk pantar bækur, geisladiska og föt af slíkum síðum auk ýmiss glingurs. Ingveldur Geirsdóttir tók nokkra tali sem eru orðnir sjóaðir í að kaupa á Netinu...Ég byrjaði á að kaupa í gegnum netið á sínum tíma því mér fannst vanta úrval af flottum bolum hér á landi. En ég versla minna á netinu núna en ég gerði fyrir þremur til fjórum árum," segir Árni Vilhjálmsson, 26 ára Reykvíkingur. "Ég keypti bolina aðallega í gegnum www.threadles.com vegna þess að þegar ég rápaði inn á vefinn var útsala á bolum þar, þeir voru miklu ódýrari en hér heima og úrvalið var mjög mikið. MYNDATEXTI: Árni Vilhjálmsson með grænan og vænan bol sem hann pantaði sér í gegnum vefsíðuna www.threadles.com.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar