Klórgasslys á Eskifirði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Klórgasslys á Eskifirði

Kaupa Í körfu

Við vorum úti í sólbaði þegar við fréttum að eitthvað væri í gangi. "Komdu í vinnuna strax" var okkur sagt," segir Laufey Hálfdánardóttir, hjúkrunarfræðingur á Fjórðungssjúkrahúsinu, í gærkvöldi þegar blaðamaður náði tali af henni og Þórhöllu Ágústsdóttur, sem einnig er hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu. Það var í nógu að snúast hjá starfsfólki sjúkrahússins eftir slysið í gær, en þær Laufey og Þórhalla segja að þegar mest var hafi um níu hjúkrunarfræðingar sinnt fólki sem flutt hafði verið á sjúkrahúsið frá Eskifirði. MYNDATEXTI: Laufey Hálfdánardóttir og Þórhalla Ágústsdóttir, hjúkrunarfræðingar á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, segja daginn hafa verið afar annasaman og aðstæður óvenjulegar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar