World Press Photo sýning í Kringlunni

Jim Smart

World Press Photo sýning í Kringlunni

Kaupa Í körfu

ÁRLEG sýning á verðlaunamyndum úr hinni alþjóðlegu verðlaunasamkeppni blaðaljósmyndara, World Press Photo, verður opnuð á göngum Kringlunnar í dag. Að þessu sinni sendu 4.448 ljósmyndarar frá 122 löndum myndir í keppnina. Fengu 63 ljósmyndarar verðlaun í 10 flokkum. Allar verðlaunamyndirnar eru á sýningunni. Mynd ársins 2005 tók kanadískur ljósmyndari, Finbarr O'Reilly, af mæðgum í búðum fyrir fórnarlömb hungursneyðar í Nígeríu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri opnar sýninguna klukkan 10. Þá flytur Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hugleiðingu um fréttaljósmyndir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar