Dorgveiðikeppni í Hafnarfirði

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Dorgveiðikeppni í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Hafnarfjörður | Þessir kátu krakkar tóku þátt í dorgveiðikeppni á vegum leikjanámskeiðanna í Hafnarfirði á smábátabryggjunni í bænum. Ríflega 350 börn á aldrinum 6-12 ára renndu fyrir fisk og er það metfjöldi. Keppnin hefur farið fram undanfarin sumur og er opin öllum á þessum aldri. Krakkarnir fá beitu og leiðbeiningar hjá starfsmönnum leikjanámskeiðanna auk þess sem þeim gefst kostur á að fá lánuð veiðarfæri. MYNDATEXTI: Lilja Dögg veiddi þessa glæsilegu lúðu í dorgveiðikeppni leikjanámskeiðanna í Hafnarfirði. Ef blautur fiskurinn spriklar er hætt við að hann renni manni úr greipum og komi sér aftur í sjóinn. Þess vegna er vissara að láta fiskinn hanga á línu en að taka um hann berum höndum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar