Nýja Morgunblaðshúsið

Jim Smart

Nýja Morgunblaðshúsið

Kaupa Í körfu

MORGUNBLAÐIÐ er þessa dagana að ljúka flutningi allrar starfsemi sinnar úr Kringlunni 1 að Hádegismóum 2 við Rauðavatn. Nú um helgina flytur megnið af fréttadeildum og framleiðsludeild, eða því sem næst helmingur 250 starfsmanna í höfuðstöðvum blaðsins, að Hádegismóum. Greinadeild, viðskiptadeild, menningardeild, ritstjórn mbl.is og ýmsar stoðdeildir fluttu í síðustu viku. Á morgun, mánudaginn 3. júlí flytja ritstjóri blaðsins, Lesbók og móttaka aðsendra greina. Á þriðjudag, 4. júlí, flytja afgreiðsla, dreifing og móttaka blaðsins. Netdeild flytur miðvikudaginn 5. júlí. Auglýsingadeildin verður síðan flutt laugardaginn 8. júlí og auglýsingaframleiðsla daginn eftir. Mánudaginn 10. júlí flytur svo framkvæmdastjórn, starfsmannahald og bókhald Árvakurs hf. MYNDATEXTI: Nýtt aðsetur Morgunblaðsins er við Hádegismóa í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar