Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

Það er fyrsti veiðidagur sumarsins í Laxá í Kjós. Kvöldið áður var nýtt og glæsilegt veiðihús vígt með viðhöfn að viðstöddu fjölmenni; bændum úr sveitinni, leigutökum og litháískum verkamönnum sem fylgdu húsinu til landsins. Að ógleymdum veiðimönnunum sem manna stangirnar átta í opnuninni. Og nú er veiðin að hefjast og veiðimenn gleðjast yfir því að lækkað hefur í ánni; kvöldið áður var hún brúnskoluð og bólgin. Gísli Ásgeirsson, einn leigutakanna, stjórnar drættinum; Ólafur Helgi og veiðifélagi hans, Jóhannes Kristinsson flugstjóri í Lúxemborg, eiga svæði sjö: Klingenberg og Bugðu. Það er einmitt í Bugðu sem brúnleitur flaumurinn hefur verið að skolast niður. MYNDATEXTI: Ólafur Helgi Ólafsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar