Landspjöll í Dyrhólaey

Jónas Erlendsson

Landspjöll í Dyrhólaey

Kaupa Í körfu

ÖLLUM kríueggjum í Dyrhólaey var rænt af friðlýstu svæði í síðustu viku og er nú svo komið að öll krían er á bak og burt úr eynni. Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatnsskarðshólum, segir að þetta sé alvarlegt mál og ljóst að einhverjir hafi tekið eggin, sem sé brot á lögum. Hann segir að austurhluti eyjunnar hafi verið lokaður af og að þangað hafi verið komið töluvert af kríu sem sé nú öll farin. Dyrhólaey er alveg lokuð frá 1. maí til 25. júní ár hvert og segir Þorsteinn að mikið af fugli hafi safnast saman á þessum tíma. MYNDATEXTI: Til að komast inn á svæðið fóru ökumenn framhjá og skildu eftir sig hjólför í viðkvæmum jarðveginum. Ekki er þó vitað hvort sömu aðilar óku þar og stálu eggjunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar