Sigurður Albertsson með 85 cm hrygnu af Fossbrún

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigurður Albertsson með 85 cm hrygnu af Fossbrún

Kaupa Í körfu

VEIÐI hófst í fjölmörgum laxveiðiám nú um helgina og voru opnanir víða líflegar. Þannig komu fjórir laxar á land á fyrstu vöktunum á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal en þar er veitt á fjórar stangir. Laxarnir sem á land komu voru stórir og vógu allir um 5 kg en veiðimenn urðu víða varir við fisk og nokkrir sluppu fimlega af flugum þeirra. Hrútafjarðará gaf tvo laxa þegar áin var opnuð á laugardaginn. MYNDATEXTI: Sigurður Albertsson með 85 cm hrygnu sem tók svartan Frances nr. 16 á Fossbrún í Aðaldal. Henni var sleppt eins og öðrum löxum á Nesveiðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar