Roger Waters á tónleikum

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Roger Waters á tónleikum

Kaupa Í körfu

Hróarskelduhátíðinni var slitið á hefðbundinn hátt á sunnudaginn. Þá er hægt að kaupa sér sérstakan passa sem gildir bara fyrir sunnudaginn. Fólk kemur þá oft með fjölskylduna með sér eða bara til þess að kíkja á tónleika og spóka sig í góða veðrinu. Íbúar Hróarskeldu fá sunnudagspassann ókeypis, svona eins konar sárabót fyrir hávaðann og lætin sem ganga yfir bæjarfélagið þessa viku. MYNDATEXTI: Hróarskelduhátíðinni í ár lauk á Roger Waters - Dark Side of the Moon. "Tónleikar Waters voru stórgóðir fyrir þá sem eru hrifnir af Pink Floyd. Sumir tónleikagesta virtust vera í afar annarlegu ástandi þar sem þeir sungu með og böðuðu út handleggjunum í ánægju sinni," segir Helga Þórey Jónsdóttir m.a. í umfjöllun sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar