Inga Lísa og Aldís Eir Sveinsdætur

Margrét Þóra Þórsdóttir

Inga Lísa og Aldís Eir Sveinsdætur

Kaupa Í körfu

Systurnar Inga Lísa og Aldís Eir Sveinsdætur höfðu komið sér vel fyrir á hlöðnum vegg sem liggur eftir Strandgötunni í gærmorgun. Þær höfðu raðað skeljum og steinum úr fjörunni og höfðu í nógu að snúast við að sýna varninginn ferðalöngum sem streymdu hjá. Við bryggju lá skemmtiferðaskipið Costa Atlantica, hið stærsta sem hefur viðkomu á Akureyri í sumar, 85.700 tonn. Farþegarnir eru um 2.200 talsins og í áhöfn 850 manns. Það var því mikill ys og þys þegar fólk brá sér í land til að skoða bæinn eða nágrannabyggðir. MYNDATEXTI: Framtakssamar systur Inga Lísa og Aldís Eir Sveinsdætur gáfu ferðalöngum af Costa Atlantica skeljar sem þær tíndu í fjörunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar