Valgerður Sverrisdóttir og Yi Xiaozhun

Valgerður Sverrisdóttir og Yi Xiaozhun

Kaupa Í körfu

ÍSLAND gæti orðið fyrsta Evrópulandið til að gera fríverslunarsamning við Kína sem er fjölmennasta ríki heims.Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, fundaði í gær með Yi Xiaozhun, aðstoðarutanríkisráðherra Kína en unnið hefur verið að þessari hugmynd frá árinu 2004. Valgerður segir að hagkvæmnisathugun sé nú lokið og að niðurstaðan hafi verið sú að jákvætt sé fyrir bæði löndin að fara í þessar viðræður. Hagkvæmnikönnunin sjálf undirstrikar mikilvægi þess að lækka og afnema tolla og hindranir í viðskiptum á öllum sviðum, einkum hvað varðar viðskipti með vörur og þjónustu. MYNDATEXTI: Valgerður Sverrisdóttir fundaði í gær með Yi Xiaozhun, aðstoðarutanríkisráðherra Kína. Viðskipti milli Íslands og Kína hafa breyst mikið á tíu árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar