Styrkir vegna lokaverkefna

Jim Smart

Styrkir vegna lokaverkefna

Kaupa Í körfu

ÞAU Oddný Ósk Sverrisdóttir, Guðmundur Logi Norðdahl og Sveinn Hákon Harðarson, sem öll eru nýútskrifaðir kandídatar frá Háskóla Íslands, hlutu í gær styrki vegna lokaverkefnis síns frá Félagsstofnun stúdenta. Afhending styrkjanna fór fram í Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Oddný Ósk Sverrisdóttir hlaut styrk fyrir BA verkefni sitt í mannfræði, "Uppruni Inúíta skoðaður út frá tungumálarannsóknum", þar sem leitað var svara við spurningunni hvort aðferðir innan sagnfræðilegra málvísinda gætu varpað ljósi á útbreiðslusögu Eskimóa og Inúíta um norðurskautið. MYNDATEXTI: Sveinn Hákon Harðarson, Oddný Ósk Sverrisdóttir og Guðmundur Logi Norðdahl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar