Rigning í Reykjavík - Bankastræti

Rigning í Reykjavík - Bankastræti

Kaupa Í körfu

VÆTUTÍÐIN sem verið hefur á suðvesturhorni landsins undanfarið hefur mikil áhrif á ýmsum stigum samfélagsins, allt frá geðheilbrigði fólks til sölu á sólarlandaferðum, ís og grillkjöti. Framleiðendur regnstakka kvarta þó ekki, enda sumar tegundir farnar að seljast upp. MYNDATEXTI: Vætusamt hefur verið á suðvesturhorni landsins. Ekki hefur þetta verið fínlegur úði heldur nánast útlensk rigning sem líkist því helst að hellt sé úr fötu. Þá er nauðsynlegt að hafa regnhlíf við höndina og sem betur fer hefur ekki blásið það mikið að ógjörningur hafi verið að halda henni á sínum stað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar