Heiðagæsaegg

Sigurður Aðalsteinsson

Heiðagæsaegg

Kaupa Í körfu

Svo virðist sem heiðagæsavarp hafi verið óvenju seint á ferðinni í ár eins og reyndar á við um varp hjá fleiri fuglum, eins og til dæmis hjá kríunni. Nú um liðna helgi mátti sjá mjög mikið um litla unga, nýskriðna úr eggjum sínum á Kringilsárrana. Það er óneitanlega tilkomumikil sjón að sjá þessar litlu verur reyna að skríða út úr eggjum sínum og virða lífið og tilveruna fyrir sér í fyrsta sinn. Þessi mynd var tekin þar á sunnudag og eins og sjá má er gat komið á annað eggið. Unginn sem stungið hefur gogginum út um gat á skurninu var tekinn til við að tísta. Raunar byrja ungarnir að tísta um leið og þeir verða fullvaxnir inni í egginu, þótt ekkert sé komið gatið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar