KB-banki styrkir rannsóknarverkefni

Margrét Þóra Þórsdóttir

KB-banki styrkir rannsóknarverkefni

Kaupa Í körfu

KB-banki hefur styrkt rannsóknarverkefni í tölvufræðum við Háskólann á Akureyri, hefur gefið 17 tölvur til þessa verkefnis, en það hófst á síðastliðnu ári og er unnið af nemendum í deildinni. Verkefnið snýst um að tengja tölvur saman og mynda þannig öfluga tölvuþyrpingu, þá fyrstu sem háskólinn eignaðist. Svo vel gekk að þeir Syed Murtaza, lektor við tölvunarfræðideild, og Davíð Guðjónsson, nemi í deildinni, ákváðu að halda áfram þar sem frá var horfið. Fyrirhugað er að bæta fimm tölvum við til að auka vinnslugetu þyrpingarinnar, auk þess að tengja hana hnitaneti, en til stendur að halda áfram rannsóknum á hnitanetum. MYNDATEXTI: Spennandi verkefni Syed Murtaza, lektor við tölvunarfræðideild Háskólans á Akureyri, og Hilmar Ágústsson, útibússtjóri KB-banka á Akureyri, en bankinn hefur gefið deildinni 17 tölvur sem nýtast í rannsóknarverkefni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar