Dýpkun Reykjarvíkurhafnar

Eyþór Árnason

Dýpkun Reykjarvíkurhafnar

Kaupa Í körfu

VERULEGA mengað sjávarset úr Vesturhöfn gömlu hafnarinnar í Reykjavík verður notað sem grunnur að landfyllingu við hafnaraðstöðu Samskipa. Er það gert að tillögu Umhverfisstofnunar þar sem sá frágangur tryggir að mengun berst ekki frá sjávarsetinu. Unnið er að því að dýpka höfnina við Slippinn, en í ýtarlegum rannsóknum á sjávarbotninum hefur komið í ljós að jarðvegurinn þar er mengaður af þungmálmum á borð við kvikasilfur, blý og kadmium, auk þess sem það er mengað af PCB, olíu o.fl., segir Kristján Geirsson, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun. MYNDTEXTI: Sjávarsetið er verulega mengað af þungmálmum, olíu, PCB og fleiru.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar