Smíðavöllur við Hlíðaskóla

Smíðavöllur við Hlíðaskóla

Kaupa Í körfu

Reykjavík | Einbeitnin skín úr augum Hrannars Þórarinssonar meðan hann mundar hamarinn við smíðar á smíðavellinum hjá Hlíðaskóla. Geislar sólarinnar léku í gær um myndarlegan kofabæinn sem risið hefur á svæðinu. Smíðavöllurinn við Hlíðaskóla er á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og er einn tólf slíkra valla sem er að finna víðs vegar um höfuðborgina. Þar geta börn á aldrinum átta til tólf ára smíðað undir stjórn leiðbeinenda og flutt afrakstur vinnu sinnar með sér heim.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar