Hvannatekja í Geitey

Birkir Fanndal Haraldsson

Hvannatekja í Geitey

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Það er gamall og góður siður sem allt of fáir kunna nú, að nýta sér hvannanjóla til matar. Sólveig Illugadóttir er vön ætihvönn frá barnæsku og nýtir hana á margan hátt við matargerð. Sólveig sér til þess að barnabarnið, Athena Neve, læri einnig að meta góðgætið. Hér eru þær komnar út í Geitey á Mývatni og hafa komist þar í mjög vöxtulegar hvannir. Í Hvannahver bregst ekki að eru stórir og afbragðs-góðir njólar. Þeir sem einu sinni læra að borða hvönn þekkja ekki betra grænmeti og svo er þetta fjölhæf lækningajurt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar