Stapavík undir Ósfjöllum

Birkir Fanndal Haraldsson

Stapavík undir Ósfjöllum

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Stapavík heitir undir Ósfjöllum út frá Unaósi við Héraðsflóa. Víkin er hömrum girt en sker og klettar fyrir landi og ekki fýsileg landtaka þar. Einstaklega fallegur staður sem á sér umhugsunarverða sögu. Þótt ótrúlegt megi nú virðast þeim sem þangað leggur leið sína þá var þar í víkinni skipað upp vörum til Héraðsbúa á árunum eftir 1920 og fram til 1939. þá var steyptur upp sá búnaður sem þarna stendur enn á bjargbrún og vitnar um fátæklega löndunaraðstöðu Héraðsbúa þess tíma. MYNDATEXTI: Stórbrotið Úr Stapavík nærri Óshöfn út frá Unaósi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar