Nemendagarðar á Hvanneyri

Davíð Pétursson

Nemendagarðar á Hvanneyri

Kaupa Í körfu

Borgarfjörður | Vegna mikillar ásóknar í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur stjórn Nemendagarðanna á Hvanneyri (NGH) ákveðið að fara út í frekari framkvæmdir við nýbyggingar og verður stefnt að rúmlega tvöföldun á fjölda leigurýma garðanna á næstu tveim árum og að til viðbótar verði byggð um 50 leigurými árin 2009 og 2010. Í lok ársins 2010 er áætlað að heildarleigurými NGH verði 220 talsins, en í dag eru þau 86. Hér er um gríðarlega mikla fjárfestingu að ræða, en fjárfesting í nýju húsnæði mun ein og sér kosta á annan milljarð króna. MYNDATEXTI: Fjölgar Nemendagarðar NGH við Skólaflöt á Hvanneyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar