Jón Oddgeir Guðmundsson

Margrét Þóra Þórsdóttir

Jón Oddgeir Guðmundsson

Kaupa Í körfu

BÍLABÆNIN hefur selst í tugum þúsunda eintaka frá því hún kom fyrst út fyrir 35 árum, en það var Jón Oddgeir Guðmundsson á Akureyri sem gaf bænina út sumarið 1972. "Mér hafði verið gefin ensk bílabæn og þýddi hana með góðra manna hjálp," segir hann. Bænin hljóðar svo: Drottinn Guð, veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. Í Jesú nafni. Amen. "Þetta orðalag hefur fallið mönnum vel í geð, þetta með að fá ökumenn til að minnast ábyrgðar sinnar í umferðinni," segir Jón Oddgeir og fagnar því að slagorð Umferðarráðs séu nú með svipuðum hætti, minnt sé á ábyrgð ökumanna. MYNDATEXTI: Bílabæn í 35 ár Jón Oddgeir Guðmundsson hefur gefið bílabænina út í 35 ár, salan er jafnan mest á sumrin og eins þegar mannskæð slys hafa orðið í umferðinni líkt og nú undanfarið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar