Magnús Jónsson og báturinn hans í Kópavogshöfn

Eyþór Árnason

Magnús Jónsson og báturinn hans í Kópavogshöfn

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ má segja að þetta sé sumarbústaðurinn minn, enda vil ég geta ráðið því hvaða útsýni og nágranna ég hef," segir Magnús Jónsson verktaki sem hefur nú lokið við að smíða stóra og glæsilega tvíbytnu sem hann hefur skírt Músina. Magnús, sem er kallaður geggjaði gröfumaðurinn af vinnufélögum sínum, segir að sig hafi lengi dreymt um að smíða bát sem þennan og að hann komi í staðinn fyrir sumarbústað. Hann bætir því kíminn við að hann sé svo vandlátur á nágranna og útsýni að hann geti ekki hugsað sér að vera alltaf á sama staðnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar