Sigurður VE

Þorgeir Baldursson

Sigurður VE

Kaupa Í körfu

NÓTASKIPIÐ Sigurður VE er búið að fá tæp 8.000 tonn af síld frá því úthaldið byrjaði um 20. maí. Undanfarið hefur síldin veiðst djúpt norðaustur af Kolbeinsey. "Það hefur gengið ágætlega hjá okkur," sagði Kristbjörn Árnason, skipstjóri á Sigurði VE, í samtali við Morgunblaðið. "Þetta er mjög stór og falleg síld. Hún verður ekki stærri held ég." Kristbjörn taldi engan vafa leika á að síldin væri úr norsk-íslenska stofninum og sagði að hún hefði öll veiðst í íslensku lögsögunni. "Þetta byrjaði Íslandsmegin við miðlínuna milli færeysku smugunnar og Jan Mayen-línunnar. Svo barst þetta vestar og þar hvarf hún skyndilega og fannst svo hér upp við landið." MYNDATEXTI: Sigurður VE hefur fengið norsk-íslenska síld norðan við Kolbeinsey.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar