Karlakór Kjalnesinga í reiðtúr

Ragnar Axelsson

Karlakór Kjalnesinga í reiðtúr

Kaupa Í körfu

Hófaskellir og söngur ómuðu á björtu sumarkvöldi þar sem Kristín Heiða Kristinsdóttir og Ragnar Axelsson fylgdu félögum úr Karlakór Kjalnesinga á öðrum degi í árlegri reið þeirra kringum Esjuna. Ég hef svo gaman að því að fá þá hingað. Þeim finnst kjötið svo gott, þess vegna koma þeir við hérna hjá mér. Ég er ekki í kórnum en mér finnst ofboðslega gaman að hlusta á þá þegar þeir syngja í hlöðunni hjá mér," segir Guðmundur Davíðsson, bóndi í Miðdal í Kjós, sem tekur á móti félögum úr Karlakór Kjalnesinga þar sem þeir fara ríðandi um sveitina í árlegri hestaferð sinni kringum Esjuna. MYNDATEXTI: Leiðin að Miðdal var fjölbreytt og skemmtileg og meðal annars var riðið yfir Kiðafellsá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar