Skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskip

Kaupa Í körfu

HJALTI Arnarson bíður þess að leysa landfestar þýska skemmtiferðaskipsins Aida blu við Korngarð í Sundahöfn. Fjær er hollenska skemmtiferðaskipið Maasdam en bæði skipin komu í gærmorgun og sigldu á brott í gærkvöldi. Skipið sem ber nafn hinnar eþíópísku prinsessu er 245 metra langt, fjórtán hæðir og í því eru sjö veitingastaðir, spilavíti, tvær sundlaugar og líkamsræktarstöð. Það slær því út samferðaskip sitt Maasdam sem er 219 metra langt, en bæði geta borið tæplega tvö þúsund farþega og fimm hundruð manna áhöfn. Á sama tíma lá einnig hið 261 metra langa skemmtiferðaskip Sea Princess við Skarfabakka og vakti það ekki síður athygli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar