Rúgbrauðsgerðin

Kristinn Benediktsson

Rúgbrauðsgerðin

Kaupa Í körfu

RÚGBRAUÐSGERÐIN í Borgartúni 6 í Reykjavík er í allsherjar endurnýjun, frá kjallara upp í þakskegg, án þess að framhlið hússins verði breytt enda er hún friðuð. Aðeins má breyta útliti hússins á bakhlið eða göflum og verið er að smíða turn á vesturendann og lyfta þakinu til að ná fram einhverjum stílbreytingum. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf., byggingarverktaki, keypti húsið fyrir nokkru og hefur verið unnið að breytingunum frá því síðastliðið haust með sölu í huga eða útleigu fyrir fyrirtæki eða stofnanir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar