Seglbát hvolfdi með 2 mönnum innanborðs við Geldinganes

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Seglbát hvolfdi með 2 mönnum innanborðs við Geldinganes

Kaupa Í körfu

FULLORÐNUM manni og 12 ára dreng á litlum seglbáti í eigu Skátahreyfingarinnar var bjargað úr sjávarháska af félögum í Kayakklúbbnum í Reykjavík og Slökkviliðinu eftir að bátnum hvolfdi við Geldinganes í gærkvöldi. Drengnum var orðið mjög kalt þegar björgin kom enda var hann ekki klæddur í sjóheldan fatnað. Báðir voru þeir þó með björgunarvesti. Seglbáturinn ber nafnið Hákarl og er einmastra stuttur bátur án kjalar. Vindhviða feykti bátunum á hliðina þegar hann var kominn um 300 m frá landi við eiðið á Geldinganesi, skammt frá aðstöðu Kayakklúbbsins. Þorsteinn Guðmundsson kajakræðari var þá staddur í landi og varð vitni að óhappinu. MYNDATEXTI: Seglbátnum komið á réttan kjöl eftir atvikið við Geldinganes í gærkvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar