Garðaskoðun Garðyrkjufélags Íslands

Sverrir Vilhelmsson

Garðaskoðun Garðyrkjufélags Íslands

Kaupa Í körfu

ÞANN 9. júlí sl. efndi Garðyrkjufélag Íslands til árlegrar garðaskoðunar. Að þessu sinni var sjónum garðáhugamanna beint að fjórum einkagörðum í Mosfellsbæ. Garðaskoðuninni er þannig háttað að fólk kemur á eigin bíl og skoðar þá garða sem það vill, fær hugmyndir og hrífst af hugmyndaflugi eigenda þeirra garða sem til skoðunar eru. Garðaskoðunin er með vinsælli þáttum í starfsemi Garðyrkjufélagsins og á hverju ári koma hundruð manna til að njóta dagsins og skoða plöntur, palla, gosbrunna og garðálfa. MYNDATEXTI: Nýútsprungin bóndarós Í garði Arkarholts 4. Eigendur eru Kristleifur og Margrét.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar