Sumarhátíð Vinnuskólans á Akureyri

Margrét Þóra Þórsdóttir

Sumarhátíð Vinnuskólans á Akureyri

Kaupa Í körfu

Það var mikil gleði og gaman á félagssvæði Þórs við Hamar í gær, en þar fór fram sumarhátíð Vinnuskólans á Akureyri. Saman voru komnir fjölmargir unglingar, 14 og 15 ára gamlir, starfsmenn í Vinnuskólanum. Þeir hafa lagt hart að sér undanfarnar vikur við að hreinsa og þrífa bæinn sinn og var nú umbunað fyrir vel unnið verk. Boðið var upp á leiki af ýmsu tagi, þrautir og kappleiki og hvaðeina og í kaupbæti hæglætisveður með sólskini. Að sjálfsögðu fengu svo allir eitthvað gott í gogginn áður en haldið var heim eftir vel heppnaða sumarhátíð. MYNDATEXTI: Sumarhátíð Krakkarnir í Vinnuskóla Akureyrar gerðu sér glaðan dag í gær. Keppt var í boltaleik, þar sem notast er við litlar kylfur til að koma boltanum í mark. Það sem mesta athygli vakti var völlurinn sjálfur. Hann var líkastur freyðibaði, enda nokkuð erfitt að hendast á eftir boltanum með kylfuna á lofti við slíkar aðstæður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar