Hekla

Sigurður Sigmundsson

Hekla

Kaupa Í körfu

EINHVER gæti haldið að þessi mynd af eldfjallinu Heklu hefði verið tekin að vetri til en svo er ekki. Mikill snjór er nú í Heklu, óvenjumikill miðað við að nú er miður júlí og segja kunnugir á svæðinu að þetta sé til marks um mikið kuldaskeið að undanförnu auk mikillar úrkomu sem hefur verið í sumar. Er það í samræmi við sumarveðrið víðast hvar á landinu, en mikil úrkoma hefur verið í sumar, þrátt fyrir að kuldinn hafi ekki verið jafnmikill og á hálendinu. Víðast hvar er búist við úrkomu og roki á landinu í dag nema á Austurlandi þar sem búast má við sólskini og allt að 17 stiga hita. Öllu betra veður verður á morgun skv. spám, þurrt verður á nánast öllu landinu fyrir utan Snæfellsnes þar sem búast má við úrkomu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar