Grímsstaðavör við Ægisíðu

Sverrir Vilhelmsson

Grímsstaðavör við Ægisíðu

Kaupa Í körfu

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, afhjúpaði í gær upplýsingaskilti í Grímsstaðavör við Ægisíðu. Skiltinu er ætlað að greina frá tilurð útgerðarinnar og veita innsýn í sögu hennar. Vörin er kennd við bæinn Grímsstaði sem reis á svæðinu um miðja nítjándu öld og var langlífastur sjö slíkra við Skerjafjörð og ef til vill muna margir eftir því að hafa kíkt í grásleppuskúrana og keypt sér í soðið. Ákveðið hefur verið að varðveita minjar þær sem er að finna í vörinni. Telur borgarstjóri varðveisluna nauðsynlega, grásleppuskúrarnir séu minnisvarði um útgerð grásleppubátanna og þá vösku trillukarla sem þar sóttu sjóinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar