Bryggjuhátíð á Stokkseyri

Sigurður Jónsson

Bryggjuhátíð á Stokkseyri

Kaupa Í körfu

Stokkseyri | Á hverju ári stíga athafnamenn og -konur á Stokkseyri eitt skref fram á við til móts við nýja tíma. Það má vel komast svo að orði að framkvæmdir séu látnar fylgja nýrri hugsun. Hin nýja hugsun byggist á því að breyta gömlu og grónu sjávarþorpi þar sem aðaláherslan var á fiskvinnslu í það að takast á við ný viðgangsefni á sviði lista, menningar og ferðaþjónustu. "Það er komin samfélagsleg stemmning hér á Stokkseyri fyrir þeirri uppbyggingu sem hér er orðin og þeirri nýbylgju sem komin er af stað hérna," sagði Björn Ingi Bjarnason, einn frumkvöðlanna í þorpinu. MYNDATEXTI: Svið á eyrinni Bræðurnir Rúnar og Halldór Ásgeirssynir og Björn Ingi Björnsson framan við nýja bryggjusviðið en þeir bræður unnu við uppsetningu nýja sviðsins á Stokkseyrarbryggju ásamt Jóni bróður sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar