Hjólreiðafólk

Hjólreiðafólk

Kaupa Í körfu

ÞAÐ má eiginlega segja að við höfum geymt Ísland sem nokkurs konar rúsínu í pylsuendanum og við höfum svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum," segir belgíska hjólreiðaparið Elena Stojanov og Philippe Hajduk, sem nýlokið hafa við að hjóla hringinn í kringum landið. Ísland er seinasta landið af fjórtán í Evróputúr parsins, en hin löndin í ferðinni sem þau hafa lagt að baki eru Þýskaland, Tékkóslóvakía, Slóvakía, Pólland, Eistland, Litháen, Lettland, Rússland, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Færeyjar. MYNDATEXTI: Belgíska hjólareiðaparið Elena Stojanov og Philippe Hajduk lætur ævintýramennskuna ráða för. Fyrir sex árum héldu þau í tveggja ára hjólreiðaferð um Afríku og fyrir fjórtán mánuðum lögðu þau síðan upp í ferð um fjórtán Evrópulönd sem lauk hér á landi fyrir skemmstu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar