Þjóðhátíð í Eyjum

Þjóðhátíð í Eyjum

Kaupa Í körfu

"ÉG veit þú kemur," söng Árni Johnsen og lék undir á gítarinn fyrir framan aðalskrifstofur kjúklingastaðarins KFC á fimmtudag. Starfsmenn fyrirtækisins vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið en Árni stoppaði ekki sönginn fyrr en hann fann eigandann, Helga Vilhjálmsson, innan veggja fyrirtækisins. Árni dró þá upp boðskort á Þjóðhátíð. Hann býður þó Helga ekki í eigin nafni, heldur var hann sendiboði Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar. Ölgerðin ætlar að bjóða helstu viðskiptavinum sínum til Eyja með beinu leiguflugi í lúxusskemmtiferð á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina og sér fyrirtækið Practical um allan undirbúning. Fólkið flýgur með Landsflugi og við tekur sólarhringsævintýri úti í eyjum. MYNDATEXTI: Árni Johnsen, Marín Magnúsdóttir hjá Practical og Kristinn starfmaður Ölgerðarinnar ásamt starfsfólki veitingahúsakeðjunnar KFC.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar