Íslendingar koma frá Líbanon

Jim Smart

Íslendingar koma frá Líbanon

Kaupa Í körfu

MAÐUR metur það svo mikils að vera Íslendingur, hér er hvert mannslíf svo mikils metið," sagði Arndís Kjartansdóttir, er hún hafði verið ásamt fjölskyldu sinni og annarri íslenskri fjölskyldu á nær 60 tíma löngu, linnulausu ferðalagi frá átakasvæðinu í Beirút í Líbanon heim til Íslands. Morgunblaðið náði tali af fjölskyldunum þar sem þær biðu í biðsal Icelandair á Kastrup-flugvelli og mátti greina hjá þeim mikinn létti. MYNDATEXTI: ÍSLENSKU fjölskyldurnar tvær sem staddar voru í Líbanon þegar árásir Ísraelsmanna hófust komu heim um níuleytið í gærkvöldi eftir um 60 tíma linnulaust ferðalag. Hér má sjá ættingja taka vel á móti Ölmu Hannesdóttur en nokkur fjöldi ættingja, ásamt Sigríði Snævarr frá utanríkisráðuneytinu, var saman kominn í Leifsstöð í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar