Jack White með 25 punda hæng
Kaupa Í körfu
JACK WHITE frá Tampa í Flórída gerði sér lítið fyrir og landaði 25 punda hæng úr Svarthyl í Blöndu á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þetta er stærsti lax sem komið hefur úr Blöndu í ár og líklega stærsti lax sumarsins til þessa. Jack var eina klukkustund og 15 mínútur að fá þetta tröll að landi. Jack og félagar hans í hópnum sem byrjaði á svæði 2 í Blöndu kl. 4 síðdegis í gær voru í sjöunda himni yfir þessum happafeng. Svarthylur, sem enskumælandi menn kalla Blackpool, er mitt á milli bæjanna Æsustaða og Auðólfsstaða í Langadal. Þessi lax sem fangaður var á leið sinni fram Langadal var 104 sentímetrar að lengd silfraður og pattaralegur af sönnu Blöndukyni. Laxinn fékk Jack á gárutúbu sem ber nafnið Sunshine og er númer 14 að stærð.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir