Íslandsmót í hestaíþróttum

Eyþór Árnason

Íslandsmót í hestaíþróttum

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMÓTIÐ í hestaíþróttum var haldið dagana 14.-16. júlí á mótssvæði Gusts í Kópavogi en þetta er með síðustu skiptunum sem þetta svæði verður notað undir stórmót þar sem ætlunin er að flytja félagssvæðið annað. Fyrstu dagana var leiðindaveður og rigndi mikið sem gerði brautina þunga og erfiða fyrir hestana. Á síðasta degi mótsins rættist samt úr veðrinu og sólin farin að sýna sig í síðustu greinunum. Mikil spenna ríkti samt sem áður allan tímann enda ekkert gefið eftir í keppninni. MYNDATEXTI: Suðri frá Holtsmúla er þekktur fyrir brokkið sitt og hún Olil Amble situr hér af mikilli list.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar