Ráðherrar og Ný leið ehf. undirrita samkomulag

Jim Smart

Ráðherrar og Ný leið ehf. undirrita samkomulag

Kaupa Í körfu

MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra undirrituðu í Hinu húsinu í gær samkomulag við samtökin Nýja leið ehf. um að sjá um meðferðarstarf fyrir ungt fólk með áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Verkefnið hefur hlotið nafnið Lífslist og hefst það strax í haust. Um er að ræða tilraunaverkefni á sviði forvarnar sem nær til næstu tveggja ára og á þeim tíma mun félagsmálaráðuneytið leggja 12 milljónir króna í verkefnið og heilbrigðisráðuneytið samtals 4 milljónir kr. MYNDATEXTI: Magnús Stefánsson, Siv Friðleifsdóttir og Páll Biering, formaður stýrihóps um verkefnið, skrifuðu undir samkomulagið. Fyrir aftan eru Guðrún Björg Ágústsdóttir og Jón Guðbergsson frá Nýrri leið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar