Kveikt í við Seljaskóla

Jim Smart

Kveikt í við Seljaskóla

Kaupa Í körfu

SKEMMDARVERK voru unnin við Seljaskóla í Breiðholti um helgina þegar kveikt var í ruslaíláti sem fast var við vegg við norðurhlið skólans. Ruslaílátið var fest upp við skólann sl. laugardag og hefur því varla fengið að standa óhreyft í einn dag áður en kveikt var í því. Það var fyrirtækið Gámaþjónustan sem gaf skólanum ílátið ásamt fjórum öðrum í tilefni af fegrunarátaki Breiðholtshverfis. "Þetta er algerlega óþolandi," segir Kjartan Valgarðsson hjá Gámaþjónustunni um athæfið. MYNDATEXTI: Kjartan Valgarðsson hjá Gámaþjónustunni með nýtt ruslaílát sem sett verður upp í stað þess kveikt var í.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar