Brynja Árnadóttir sýnir á Hótel Hvolsvelli

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Brynja Árnadóttir sýnir á Hótel Hvolsvelli

Kaupa Í körfu

Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Brynju Árnadóttur á Hótel Hvolsvelli. Brynja er fædd á Siglufirði og lærði teikningu þar hjá Birgi Schiöth. Einnig nam hún hjá Ragnari Kjartanssyni, myndlistarmanni í Myndlistarskólanum við Freyjugötu, og hjá Jóni Gunnarssyni, listmálara í Baðstofunni í Keflavík. Brynja hefur haldið fjölda einkasýninga og einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún vann áður mest með blýanti en hefur á seinni árum unnið myndir sínar í bleki, bæði í lit og svart-hvítu. Viðfangsefnin eru á mannlegu nótunum, samskipti kynjanna, sálfræðilegar pælingar og staða konunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar