Sláttur í Borgarfirði

Sverrir Vilhelmsson

Sláttur í Borgarfirði

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hefur viðrað ágætlega til heyskapar í Borgarfirðinum undanfarna daga og notaði Guðrún Eiríksdóttir tækifærið og sneri heyi á túnum við bæinn Mófellsstaðakot í Skorradalshreppi. Guðrún lætur sig ekkert muna um að vinna á túnunum þótt hún sé komin á 76. aldursár, enda engin ástæða til ef heilsan leyfir. Það ætti að viðra ágætlega til heyskapar eitthvað áfram víðast um land ef marka má spár Veðurstofunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar